Events In 2025
We try our best to capture all events happening in/near Siglufjörður
April 27
Sunnudaginn 27. apríl verður haldin vegleg tónlistarveisla í Siglufjarðarkirkju til að fagna 25 ára starfsafmæli Karlakórs Fjallabyggðar
April 11-13
Sigló Freeride 2025! Come join us for an epic weekend in Siglufjörður. Only freeride competition in Iceland! Sign up to compete or come watch others try to stomp it. Ski, snowboard, listen to good music and bust some moves.
Febrúar 14
Spássitúr er uppstandssýning með Eyþóri Bjarnasyni. Sýning var frumsýnd í Tjarnabíó síðastliðinn september og mun halda þar áfram í mars. Miðaverð er stillt í hóf, 2000 kr miðinn. Hægt að panta hjá Segull 67.
Febrúar 08
Nú er sannarlega tími til að gleðjast! Laugardaginn 8. febrúar verður haldið Þorrablót á Síldarkaffi. Eins og íslenskar matarhefðir gera ráð fyrir verður boðið upp á bæði súrmeti og nýmeti – eitthvað fyrir alla!
Events In 2024
December 28
Ég býð ykkur velkomin á uppistand þar sem „rugl“ verður lögmál og „skipulag“ verður bara óþarft orð. Ef þú átt erfitt með að hlæja þá er þetta eitthvað fyrir þig – ef þú átt auðvelt með það, þá skaltu koma með varamaga! Byrjar kl 20:00.
December 28
Nú er komið að síðasta balli ársins, laugardaginn 28. desember kl 22:00. Landabandið spilar langt fram á nótt. Litlar 1.500kr inn. Hlökkum til að sjá ykkur!
December 11
Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný verður á flakki í desember með hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt strengjum og kórum úr heimabyggð Siglufjarðarkirkj 11. desember kl. 20:00, Miðasala á Tix.is
December 4
Jólatónleikar Síldarminjasafnsins verða nú haldnir í þriðja sinn og fara fram í Bátahúsinu miðvikudagskvöldið 4. desember nk. og hefjast tónleikarnir kl. 20:00.
December 1
Aðventutónleikar með Ástarpungunum.
Notaleg og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna í Siglufjarðarkirkju Frítt verður inn á tónleikana og vonumst við til þess að sjá sem flesta!
Nóvember 26
Má bjóða þér að hlusta á Hallgrím Helgason lesa úr nýútkominni bók sinni um Siglufjarðarævintýrið. Hótel Siglunes verður með menningu í skammdeginu. Dagskráin hefst með upplestri klukkan 18:00
Október 25
Kvöldstund með Begga í Sóldögg.
Hinn mjög svo goðsagnakenndi söngvari Bergsveinn Arilíusson aka Beggi í Sóldögg er flestum unnendum íslenskrar tónlistar kunnugur. Ferill hans spannar nú yfir 36 ár.
Október 12
Systkinin frá Krít; Rena, Alex og George lytja líflega tónlist frá heimaeyjunni sinni !Cretan Live Music and Cocktail Night on Saturday!
​
September 27
'Drekka og Teikna' is a monthly drawing night in Siglufjörður, where you can simultaneously enjoy drawing, a beer and good company. Everyone is welcome, you don't need to be an artist.
September 21
Kvikmyndakvöld í Sundhöll Siglufjarðar þar sem leitin að Nemó verður sýnd.
August 30 - September 1
Our festival is a celebration of comics: featuring an Artists’ Alley and Drink and Draw evening with live music, exciting exhibitions and lectures, cartoon screenings and more, there is something for everybody!
August 3
SiglóSöngvar - Kaffi Rauðka
SiglóSöngvar – Verslunarmannahelgin 2024 – Kaffi Rauðka
Söngskemmtunin SiglóSöngvar fagnar tveggja ára afmæli sínu um Verslunarmannahelgina með fimmtu uppsetningu tónleikaraðarinnar á Kaffi Rauðku.
August 1-4
Síldarævintýrið á Siglufirði
Þrítugasta Síldarævintýrið
Lagt er upp með fjögurra daga fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina í svipuðum anda og í fyrra nema hvað viðburðir verða fleiri og stærri.
August 1-4
Verslunarmannahelgin á Akureyri
Verslunarmannahelgin á Akureyri dagana 1. ágúst - 4. ágúst 2024
July 27
Trilludagar - Fjölskyldu hátið
Öðruvísi fjölskyldudagur haldinn á Siglufirði. Á Trilludegi er gestum boðið í siglingu út á fjörðinn fagra þar sem rennt er eftir fiski. Á bryggjunni standa vaskir Kiwanismenn vaktina við að flaka ferskan fiskinn og grilla fyrir gesti.
July 19
Segull 67 - Tónleikar
Hljómsveitin BREK fer í tónleikaferð um landið í júlí ásamt Hank, Pattie & the Current frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum undir yfirskriftinni Raleigh to Reykjavík.
July 19
Sápuboltinn á Ólafsfirði
Bráðskemmtileg hátíð sem hentar öllum aldurshópum. Hver elskar ekki að horfa á aðra detta, klæða sig í búning og hafa gaman í góðra vina hópi. Haldir ykkur hreinum í sumar og rennið norður 19. júlí.
July 18
Segull 67 - Tónleikar
Alvöru sumargleði í Fjallabyggð. Ingó mætir með singalong tónleika fimmtudaginn 18.07.24
July 12-14
Frjó - Listahátið
Frjó er þriggja daga listahátíð þar sem fram koma listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert
July 12-13
Hríseyjarhátíð
Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert og stendur yfir heila helgi. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.
July 3-7
Þjóðlagahátíð
​Á hátíðinni er boðið upp á ókeypis námskeið í ókeypis námskeið í balkansöng, Blugrass-tónlist og íslenskum og dönskum þjóðdönsum auk Þjóðlagaakademíunnar sem er alþjóðlegt námskeið um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist.

June 29
Segull 67 - Tónleikar
Ástrún og Ívar verða með ljúfa tónleika á Segli 67 þar sem þau spila bæði frumsamda og covertónlist. Öll velkomin - frítt inn.
​
​
June 28
Uppistand á Kaffi Rauðku
​Fjölbreytt grín og ólíkur hópur sem byggir á breiddinni. Það stefnir í alvöru veislu á Kaffi Rauðku 28 júní!
A​ron Mola, Birna Rún, Bolli, Jóhann Kristófer & Hákon hlakka til að mæta í mekka.